Skólaferðalag
Hefð samkvæmt fórum við saman í ferðalag í upphafi skólaársins. Við fórum í reiðtúr, fengum okkur ís, fræddumst um landnám norrænna manna á Grænlandi og í Ameríku á Vínlandssetrinu, fórum í sund, fengum leir hjá Höllu í Fagradal og gistum eina nótt á Þurranesi. Mikið var gaman hjá okkur! – í vetur verður spennandi að vinna áfram og pæla í ýmsu sem við sáum í ferðalaginu.




