Flögrandi fiðrildi
Í gær á leið okkar úr hádegismat sáum við einstaklega fallegt fiðrildi, stórt, svart, hvítt og appelsínugult. Mikill spenningur fyrir því og enn meiri þegar við fönguðum það og skoðuðum. Eftir skoðunina slepptum við því lausu og það var frelsinu fegið. Við höfum ekki séð svona fiðrildi áður á Íslandi, kannski kom það frá Tékklandi?