Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, síðan árið 1996. Að því tilefni flytja nemendur Grunnskóla Drangsness erindi úr laginu ,,Jónas litli“. Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og lag eftir Jóhann Helgason. Börnin lærðu það og æfðu undir handleiðslu Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur, Sjá hér: https://youtu.be/4JwxavzaB5o

Einnig smíðuðu börnin sín eigin klippiljóð sem sjá má hér að neðan. Til hamingju með daginn!