Skólasunds helgi að baki
Við erum svo heppin að fá sundkennara hingað á Drangsnes tvisvar á ári vor og haust. Hún Hjördís Klara hefur komið til okkar undanfarin ár og haldið skólasunds helgi sem einkennist af stífum æfingum, prófi og fatasundi og ís í lokin. Takk fyrir okkur 🙂
