Skólarjúpurnar

Nemendur skólans hafa verið yfir sig ánægðir með gesti vikunnar en á skólalóðinni hafa nú dvalið um átta rjúpur alla vikuna. Sigurbjörg Halldóra nemandi í 7. bekk smellti meðfylgjandi mynd af þegar rjúpurnar voru að skoða nýja leiksvæðið okkar. Brátt hefst ný önn hér í GáD en næstu tvær vikur verður nóg um að vera; föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir okkur en þær ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi. Viku síðar eða föstudaginn 4. nóvember verður opið hús en þá gefst foreldrum, ömmum, öfum og öðrum vinum skólans færi á að sjá að hverju við höfum verið að vinna þessa haustönnina.

Continue Reading

Heimsókn læsisráðgjafa og nýtt matstæki tekið til notkunar

Við skólann verður nýtt matstæki í lestri nú tekið til notkunar en það hefur fengið nafnið Lesferill og er gefið út af Menntamálastofnun. Matstækið var kynnt sérstaklega af þeim Brynju Baldursdóttur og Ingibjörgu Þorgerði Þorleifsdóttur á fundi sem haldinn var í skólanum föstudaginn 30. september.

Kannanir sem mæla lesfimi eru þær fyrstu sem teknar verða í notkun og mæla leshraða nemenda. Um er að ræða staðlaðar kannanir sem taka mið af aldri. Þær verða lagðar fyrir alla nemendur nú í haust en í 1. bekk eftir áramót. Í læsisstefnu skólans má finna upplýsingar um hvaða kannanir eru teknar hverju sinni en lesfimi könnunin er t.a.m. lögð fyrir alla nemendur þrisvar sinnum yfir skólaárið.

Continue Reading

Nýbúar

Stefna í menntun nemenda með íslensku sem annað tungumál

Tilvísun:

  1. Lög um grunnskóla 2. gr.
  2. Stefnumörkun Kaldranarneshrepps í málefnum tvítyngdra barna.
  3. Aðalnámskrá grunnskóla

Continue Reading

Skólaferðalag

Skólaferðalag Grunnskólans er nýafstaðið og tókst með miklum ágætum. Byrjað var með hestaferð í Laxnesi í Mosfellsdal, sem var um klukkustundar reiðtúr um dalinn og eftir það var farið í sund í Árbæjarlaug.

Síðan lá leiðin á Reykjanes, skoðað sig um á Keflavíkursvæðinu og gamla vallarsvæðinu og svo kvöldvaka um kvöldið. Gist var í Alex móteli. Morguninn eftir lá leiðin í Sandgerði, á fræðasetrið þar. Skoðuð sýning um Purqois Pas áhöfnina og litið á náttúrugripasafnið ásamt heimsókn í rannsóknarstöð sem hefur flokkun botndýra sem aðalstarfa. Purqois Pas tengist Sandgerði á þann hátt að það skip var einmitt að starfa það sama og rannsóknarstöðin.

Margt áhugavert var að sjá í náttúrugripasafninu en mesta athygli vakti kolkrabbi í sjávarbúri. Síðan skoðuðum við okkur um í Sandgerði og nágrenni, fórum að Garðskagavita. Renndum eftir það í Bláa lónið og mökuðum leðju á okkur. Kringlan var næsta stopp, borðað og litið örsnöggt í búðir. Ferðin endaði svo í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð það sem spiluð var keila og kíkt í leiktæki. Myndir úr ferðalaginu eru á myndasíðunni.

Continue Reading

Heimabyggðin mín

 Tveir ungir Drangsnesingar, þær Inga Hermannsdóttir og Sandra Dögg Guðmundsdóttir tóku nýverið þátt í verkefninu Heimabyggðin mín annað árið í röð. Á síðasta ári fengu þær þriðju verðlaun fyrir ritgerðina Ferðamannaparadísin Drangsnes. Nú í ár var lagt upp með að útfæra nánar hvernig þetta á að gerast og fyrir valinu var Grásleppu og nytjasetur. Teiknað og skipulagt var hús ásamt því að staðsetja það og ákveðið hvernig útstillingar yrðu.

Fyrir ritgerðarhlutann fengu þær fjórða sætið af átta þátttakendum víðsvegar um land. Nú bíðum við bara spennt eftir því hvernig kynningin gekk og hvaða sæti þær fá þar. Á myndinni eru þeir sem voru á kynningunni í Grunnskólanum. Þess má geta að við stofnun Grásleppusetursins í kvöld munu þær kynna verkefnið sitt í Malarkaffi.

Continue Reading

Miðdeildarblað

Hinir frábæru Miðdeildarkrakkar eru að gefa út blað sem inniheldur viðtöl við merka bæjarbúa, frumsamin ljóð og sögur ásamt fleiru. Eru þau hæst ánægð með viðtökurnar sem þau hafa fengið og gaman að sjá hvað þorpsbúar eru tilbúin að styðja við bakið á nemendum.
Aðalbjörg Óskars

Continue Reading