Frábær fræðsludagur

Þann níunda maí síðastliðinn kom Chanel Björk Sturludóttir til okkar með fræðsluerindið „Hvaðan ertu?“ en þar fjallaði hún um fjölmenningu, fordóma og rasisma. Chanel byggði fræðsluna á fræðilegum grunni, eigin þekkingu og persónulegri reynslu af því að vera Íslendingur með blandaðan bakgrunn. Kennarar og nemendur frá Grunnskólanum á Hólmavík sem og frá Reykhólaskóla komu til að hlýða á erindið en almenn gleði var með daginn. Svo sannarlega þarft í okkar samfélagi að ræða þessi flóknu málefni – takk fyrir fræðsludaginn!

Continue Reading

Námsferð til höfuðborgarinnar

Fyrir skömmu fórum við námsferð til Reykjavíkur með það fyrir augum að dýpka enn frekar skilning okkar á Kjarval en við höfum verið með „Kjarval þema“ undanfarna þrjá mánuði. Borgarleikhúsið tók vel á móti okkur, þar sáum við leikritið KJARVAL sem fjallaði um listamanninn, ævi hans og feril. Eftir það fengum við að skoða baksviðs; vinnustofuna þar sem leikmunir eru gerðir, smíðaverkstæðið, undir stórasviðinu og geymslurnar þar sem leikmyndirnar eru geymdar. Þetta hitti vel í mark þar sem við höfum einnig verið í árshátíðarsmiðju undanfarið og æft og sett upp leikritið Rauðhettu. Eftir að hafa heimsótt Borgarleikhúsið var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði og þar fengum við leiðsögn um sýniningu á verkum Kjarval.

Continue Reading

Takk fyrir komuna Nora

Nora Jacob kom í starfsnám hjá okkur fyrr í mánuðinum og dvaldi hér í tvær vikur. Hún er í meistaranámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands og það var virkilega gaman að fá hana inn í lærdómssamfélagið okkar. Hér að neðan eru myndir frá starfinu hennar með börnunum; lífhvolf, hekluð blóm, ullar-veggjakrot og landslagsmyndir úr mosa og steinum.

Continue Reading

Nýsköpunarsmiðja

Nú er fyrri hluti nýsköpunarsmiðju afstaðinn. Verkefnið er að búa til áningarstað í Kvennfélagslundinum sem er hjá kirkjugarðinum á Drangsnesi í um 20 mínútna göngufæri f´rá skólanum. Hugmyndavinna, vettvangsferð og tilraunir með efni úr lundinum er það sem nemendur hafa verið að bralla undanfarnar vikur í smiðjutímum. Við stefnum á að halda áfram vinnunni þegar snjóa leysir.

Continue Reading

Takk fyrir veturinn!

Síðustu vikur hafa verið líflegar og annasamar, ferð í skólalundinn okkar í Bjarnarfirði, fjöruferð, kajakferð, vinna í skólagróðurhúsinu okkar, ratleikur og svo kórsöngur á skólaslitunum síðasta föstudag – Takk fyrir veturinn og sjáumst 23. ágúst á skólasetningu. 🙂

Continue Reading

Vettvangsferð í fiskvinnsluna Drang og grásleppa krufin

Í náttúrufræði í dag fórum við í heimsókn í Drang, Óskar tók vel á móti okkur og við fræddumst um grásleppuna sem er veidd á þessum tíma árlega. Aldrei hefur veiðst meira en núna og næstum komnar 1000 tunnur af hrognum í kælinn stóra. Við fengum límmiða með nöfnum okkar til minningar um ferðina en einnig fengum við þrjár grásleppur og krufðum þær þegar í skólann var komið. Tálkn, uggar og hreistur var m.a. skoðað í víðsjá þar sem aldur fiskanna var greindur. – Takk fyrir okkur Drangur!

Continue Reading

Rýnt í hvali

Í gær, fimmtudaginn 29. apríl vorum við svo heppin að fá heimsókn frá hvalaleiðsögumanninum henni Judith Scott. Hún sagði okkur ýmislegt fróðlegt um hvali, sýndi okkur hvalabein og tennur. Nemendur fengu meira að segja að nefna fjóra af þeim 145 hnúfubökum sem halda sig mikið hér í Steingrímsfirðinum. Hún talaði um að sporður hvals sé eins og fingrafar okkar, enginn þeirra eins – við þekkjum hvalina á sporðunum. Judith hefur tekið myndir af hvölum um allan heim. Þá reynir hún að mynda sporða þeirra og greina, til að gá hvort hún þekki dýrið. Hún skrásetur þannig upplýsingar og fylgir ferðum hvalanna eftir.

Continue Reading