 
    
    
    Vorönnin hafin
Nú er vorönnin hafin og mörg spennandi verkefni framundan. Börnin í yngstu deild hafa verið að æfa sig í skrift og gengur ljómandi vel. Eins og flestir vita hefur ekki alltaf verið gott veður í vetur en nú ætti það að fara að breytast. Til þess að flýta fyrir vorinu og óska eftir betra veðri ákváðu nemendur í yngstu deild að blíðka góuna með því að búa til óróa úr trjágreinum og rauðri ull sem hanga nú í gluggum skólans. Við vonum að góan verði okkur góð og hlökkum til þess að njóta vorsins þegar það loksins lætur sjá sig. Nemendur skólans hefur í nógu að snúast við að æfa leikverkið sem frumflutt verður á árshátíð skólans föstudaginn 3. apríl nk. og miðdeildarstelpurnar eru að smíða leikmynd ásamt því að vinna í leikgerðinni.







 Þriðjudaginn 21. janúar vorum við svo ljónheppin að fá Gunnar Helgason rithöfund og leikara í heimsókn. Verk Gunnars þekkja nemendur vel enda hafa bækur hans verið lesnar upp til agna af mörgum þeirra, það var því um nóg að ræða í heimsókn Gunnars. Við erum Gunnari afskaplega þakklát fyrir heimsóknina, spjallið, lesturinn og samveruna. Eftir spjall um bókmenntir og upplestur bauð Alla skólastjóri okkur öllum upp á ljúffenga kjötsúpu. Þessi heimsókn líður börnunum seint úr minni og við hlökkum öll til næstu bókar eftir þennan frábæra rithöfund.
Þriðjudaginn 21. janúar vorum við svo ljónheppin að fá Gunnar Helgason rithöfund og leikara í heimsókn. Verk Gunnars þekkja nemendur vel enda hafa bækur hans verið lesnar upp til agna af mörgum þeirra, það var því um nóg að ræða í heimsókn Gunnars. Við erum Gunnari afskaplega þakklát fyrir heimsóknina, spjallið, lesturinn og samveruna. Eftir spjall um bókmenntir og upplestur bauð Alla skólastjóri okkur öllum upp á ljúffenga kjötsúpu. Þessi heimsókn líður börnunum seint úr minni og við hlökkum öll til næstu bókar eftir þennan frábæra rithöfund. 
