Námsferð til höfuðborgarinnar
Fyrir skömmu fórum við námsferð til Reykjavíkur með það fyrir augum að dýpka enn frekar skilning okkar á Kjarval en við höfum verið með „Kjarval þema“ undanfarna þrjá mánuði. Borgarleikhúsið tók vel á móti okkur, þar sáum við leikritið KJARVAL sem fjallaði um listamanninn, ævi hans og feril. Eftir það fengum við að skoða baksviðs; vinnustofuna þar sem leikmunir eru gerðir, smíðaverkstæðið, undir stórasviðinu og geymslurnar þar sem leikmyndirnar eru geymdar. Þetta hitti vel í mark þar sem við höfum einnig verið í árshátíðarsmiðju undanfarið og æft og sett upp leikritið Rauðhettu. Eftir að hafa heimsótt Borgarleikhúsið var ferðinni heitið á Kjarvalsstaði og þar fengum við leiðsögn um sýniningu á verkum Kjarval.







