Skólaslit

Á morgun, föstudaginn 29. maí kl. 11:00, verða skólaslit í grunnskólanum. Þar munu verk eftir nemendur verða til sýnis, flutt verða ljóð, söngur og tónlistaratriði.

Þar sem Grunnskóli Drangsness tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ verður einnig brennibolti á vellinum þar sem öll börn og fullorðnir eru hvött til að taka þátt og hafa gaman af . https://iceland.moveweek.eu/

Continue Reading

Útikennsla

Við höfum verið einstaklega heppin með veður þessa vikuna en nú hafa börnin flesta daga lagt stund á nám sitt útivið. Þriðjudaginn 19. maí var haldið í skólalundinn okkar í Bjarnarfirði þar sem Arnlín skógræktarráðgjafi kenndi okkur ýmislegt gagnlegt og hélt áfram að stýra vinnu við mælingar og annað er viðkemur skógræktinni í skólalundinum. Patricia jógakennari fylgdi okkur í skólalundinn og bauð okkur þar næst í heimsókn að Háabakka þar sem við grilluðum og fórum í skemmtilega útileiki. Í dag var haldið í Sandvík þar sem börnin skoðuðu m.a. fuglalíf; hreiðurgerð tjaldsins og hrossagauksins ásamt fleiru. Í næstu viku verður Guðný Rúnarsdóttir listgreinakennari gestakennari en hún er jafnframt nýráðin skólastjóri skólans. Við hlökkum til að taka á móti henni og halda áfram að nema, upplifa og skapa úti.

https://photos.app.goo.gl/iGfABJuC2sKP7Z1RA

Continue Reading

Skólamyndataka

Við skelltum í skólamynd síðastliðinn föstudag „tíundubekkingurinn okkar“ sem stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri fékk að vera með á myndinni.

Efri röð frá hægri: Sigurbjörg Halldóra (kríli frá MA) Aðalbjörg, Sara Lind, Jóhanna Engilráð, Kristjana Kría Lovísa, Marta Guðrún og Elín Agla.
Neðri röð frá hægri: Guðbjörg Ósk, Friðgeir Logi, Tomas og Mariana.

Continue Reading

Sauðburður, fuglar, vorið, verkefnavika og skólasund

Það er mikið um að vera allt í kringum okkur og ekki síst í skólanum.

Í næstu viku verður verkefnavika en þá þreyta nemendur próf og sinna öðrum verkefnum ásamt því að fara í skólasund eftir nokkuð langt hlé. Hjördís Klara íþróttakennari verður með okkur eins og áður og sér um sundprófin í öllum árgöngum. Nú er sauðburður hafinn og börnin fylgjast spennt með, við munum örugglega líta við í fjárhúsunum eins og alltaf á vorin. Börnin í yngstu deild eru næstum því útskrifuð úr íslenskum fuglum en í dag bjuggu þau til fuglagrímur og unnu að upplýsingaspjöldum um fuglana sem þau hafa valið sér. Vorið er skemmtilegur tími og tíminn líður á ógnarhraða þegar mikið er að gera.

Continue Reading

Dagur jarðar

Miðvikudaginn 22. apríl var Dagur jarðar og tóku nemendur skólans sig til og héldu í skrúðgöngu af því tilefni með fullar hjólbörur af tómatplöntum og sólblómafræjum. Plönturnar hafa nemendur ræktað upp af fræi og var þeim komið fyrir í búðinni þar sem íbúar gátu sótt sér plöntu.

Continue Reading

Fuglaskoðunarferð í yngri deild

Yngri deildin mun fást við fugla næstu vikurnar og hófst námið á fuglaskoðunarferð í Sandvík. Við vorum einstaklega heppin með veður og skráðum hjá okkur tíu ólíkar tuglategundir sem við sáum í ferðinni. Þar á meðal voru álftir, rjúpur, grágæsir, spóar, lóur, hrossagaukar og skógarþrestir. Tvær fallegar heiðlóur tóku á móti okkur og kvöddu okkur með fallegum söng að lokinni skoðunarferðinni. Nú þegar vorið er loksins komið munum við nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að færa kennsluna út undir beran himin – þar er best að læra!

Continue Reading

Páskafrí!

Nemendur og starfsfólk munu hefja páskafrí í dag en hefð er fyrir því að árshátíð sé haldinn þennan dag en vegna ástandsins hefur henni verið frestað um óákveðin tíma.

Nemendur fóru þess í stað í páskaeggjaratleik og áttu svo notalegan morgun í skólanum. Vorið er komið í pásu en þau létu veðrið ekki hafa áhrif á sig og luku við allar þrautirnar.

Meðfylgjandi er myndband af yngstu nemendunum stíga dans á þessum apríldegi.

Við í Grunnskóla Drangsness óskum ykkur öllum gleðilegra páska og njótum þess að vera heima yfir hátíðarnar.

Continue Reading