Author Archive

Í upphafi nýs árs

Nýtt ár er gengið í garð og það fer vel af stað. Því miður hefur veður verið slæmt en skólahald þó ekki fallið niður. Börnin una vel við sitt og verkefnin framundan eru mörg og spennandi. Gunnar Helgason rithöfundur mun heimsækja okkur í janúar og við stefnum að því að halda hér þorrablót fyrir börnin þegar þorrinn hefst. 

Continue Reading

Gleðilega hátíð

Kæru vinir og velunnarar, við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við erum innilega þakklát fyrir velvild sem okkur hefur verið sýnd á árinu, notalegar samverustundir og skemmtilegar gestakomur. 

Þakklætishringur

Í dag höldum við í jólafrí eftir vel heppnaða jólaskemmtun og margar góðar samverustundir í desember.

Með jólakveðju

starfsfólk og nemendur Grunnskóla Drangsness

Continue Reading

Vetrar- og jólasmiðja

Nú er síðustu smiðju ársins að ljúka en í henni hafa nemendur skólans unnið að ólíkum verkefnum sem tengjast vetrinum og jólum. Nemendur yngri deildar skrifuðu vetrarsögur og bjuggu til „vetur í kassa“. Ýmis verkefni í aðdraganda jóla hafa einnig verið unnin; eldri deild setti saman hljómsveit sem tróð upp á jólaskemmtuninni, í list- og verkgreinum var nóg um að vera en að jólasmiðjunni komu auk kennara þau Unnur Ágústa, Linda og Tryggvi. Eftir áramót hefst ný smiðja sem ber titilinn Eldsmiðja en eins og nafnið gefur til kynna munu nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við eldinn sem ætlunin er að kynnast frá ólíkum hliðum. 

Vetur í kassa

Continue Reading

Skólasel fyrir yngstu deildina

Skólaárið 2019-2020 hefur göngu sína Skólsel við Grunnskóla Drangsness. Umsjónarmaður Skólasels er Tryggvi Ólafsson og verður boðið upp á notalega dagskrá eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur mánudaga-fimmtudaga. Foreldrar barna í yngstu deild (1.-3. bekkur) eru hvattir til þess að kynna sér starfsemina og skrá sín börn fyrir föstudaginn 23. ágúst nk. Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is eða í síma 451-3436. Verð fyrir hverja klukkustund er 300 kr., miðdegishressing er innifalin og boðið upp á 50% systkinaafslátt.

 

 

Continue Reading

Skóli hefst að nýju miðvikudaginn 21. ágúst

Grunnskóli Drangsness verður settur miðvikudaginn 21. ágúst nk. en kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Foreldrar barna í 1.-4. bekk eru beðnir um að senda inn umsókn um vist í skólaseli hið fyrsta eða fyrir föstudaginn 16. ágúst. Við hvetjum foreldra einnig til þess að virkja lykilorð sitt að námsumsjónarkerfinu Námfúsi þar sem m.a. má fá aðgang að stundaskrám o.s.frv.

Við hlökkum til samstarfsins framundan, nýrra og spennandi verkefna á skólaárinu!

Með síðsumarkveðju

skólastjóri

Continue Reading

Hjartahlýr og barngóður starfsmaður óskast!

Grunnskóli Drangsness auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í Skólaseli frá og með 1. ágúst 2019 til 1. júní 2020. Um tímabundið starf er að ræða. 

Í Skólaseli er boðið upp á skóladagvist fyrir yngstu nemendur skólans (1.-3. bekkur) frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Starfsmaður Skólasels mótar dagskrá selsins í nánu samstarfi við skólastjóra, umsjónarkennara yngstu deildar, börn og foreldra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Menntun og eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum skilyrði.

Framúrskarandi færni í samskiptum, frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.

Góðir skipulagshæfileikar, ábyrgð og stundvísi.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Allar nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is

Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli, vottorð um hreina sakaskrá og stutt greinargerð um ástæðu umsóknar.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2019

 

 

Continue Reading

Sossa frumsýnd fimmtudaginn 30. maí

Við frumsýnum leikverkið Sossa fimmtudaginn 30. maí nk. í samkomhúsinu Baldri kl. 19:00 Þann sama dag verður skóla slitið og hefst sumafrí föstudaginn 31. maí. Skólaárið hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Við hefjum næsta skólaár á sameiginlegum endurmenntunardegi skólanna á svæðinu en það er margt spennandi framundan í skólastarfinu.

Continue Reading

Takk Ævar!

Þann 20. mars sl. voru dregnir út vinningshafar í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns. Veittar voru viðurkenningar fyrir hlutfallslega mesta lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina og bar skólinn okkar þar sigur úr býtum. Allir þeir skólar sem lásu hlutfallslega mest fá það í verðlaun að vera skrifaðir inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní. Hér í Grunnskóla Drangsness eru stoltir bókaormar sem þakka Ævari fyrir frábært átak en nemendur skólans hafa tekið þátt í átakinu undanfarin ár og hefur það virkilega glætt áhuga barnanna á lestri. Hér að neðan má sjá úrslitin eftir skólastigum og óskum við þessum skólum innilega til hamingju með árangurinn. 

Hlutfallslega mestur lestur eftir skólastigum:

Yngsta stig: Álftanesskóli
Miðstig: Árskógarskóli, Dalvíkurbyggð
Efsta stig: Þelamerkurskóli
Yfir öll skólastig: Grunnskóli Drangsness

 

Continue Reading

Sossa frumsýnd 12. apríl – SÝNINGU FRESTAÐ FRAM Í MAÍ

Undanfarnar vikur hafa nemendur unnið að því að skrifa leikverk upp úr bókaflokki Magneu frá Kleifum um Sossu. Magneu þekkja nemendur vel en farið var yfir verk hennar í lestrarstund skólaárið 2017-2018. Börnin urðu stórhrifin af persónunni Sossu og fjölskyldu hennar enda er þessi fjögurra bóka flokkur áhrifamikill og geysivel skrifaður. Magnea frá Kleifum ólst upp á Ströndum og margt í sögum Sossu minnir á svæðið sem við þekkjum vel. Ferill Magneu hófst árið 1962 með útkomu skáldsögunnar Karlsen stýrimaður, fjöldi bóka fylgdi í kjölfarið og var Magnea þekktust fyrir skrif sín fyrir börn og ungmenni. Magnea lést árið 2015 en á næsta ári hefði hún orðið níræð. 

Verkið verður frumsýnt föstudaginn 12. apríl í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi og hvetjum við Strandamenn og aðra áhugasama til þess að fjölmenna. 

Continue Reading